HEILSA & ÖRYGGI
Í vinabúðum er lögð áhersla á að tryggja öryggi og velferð barnanna. Starfsfólk okkar er með fjölbreytta reynslu og menntun og getur því brugðist fljótt og vel við því sem upp getur komið.
Vinabúðir áskilja sér rétt til þess að nota ljósmyndir sem teknar verða í sumarbúðunum til kynningar á starfinu. Myndirnar verða ekki seldar eða gefnar öðrum aðilum. Foreldrar geta þó óskað eftir myndum af sínum börnum.
HVAÐ ÞARF BARNIÐ AÐ TAKA MEÐ?
Stígvél og regnföt
Íþróttaföt og íþróttaskór
Nærföt og sokkar
Aukaföt til skiptanna
Náttföt, (inniskór ef vill)
Stuttbuxur
Sundföt og lítinn sundpoka (bakpoka)
Handklæði
Hlý útiföt (húfu og vettlinga)
Hreinlætisvörur
Nýja testamenti eða Biblía
DAGSETNINGAR & VERÐ
Vinabúðir 2024 fara fram 9.-13. júní.
ATH. verð hækka um 10% eftir 1. maí
Verð er kr. 64.000
Boðið er upp á kr. 15% systkinaafslátt.
Verð fyrir 2 systkini er samtals kr: 107900
Verð fyrir 3 systkini er samtals kr: 161900
Ef óskað er eftir fari með rútu þá bætist við kr. 6000 á hvert barn.
SKILMÁAR VINABÚÐA
Ef spurningar vakna varðandi eitthvað sem þú lest á þessari heimasíðu hvetjum við þig til að hafa samband við okkur. Starfsfólk Vinabúða mun bregðast fljótt við og svara spurningum þínum.