top of page

DAGSKRÁ

Í Vinabúðum er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu; leiki, íþróttir og skapandi verkefni. Rík áhersla er lögð á góð samskipti sem byggja á náungakærleik og virðingu. Við viljum tryggja öryggi í hvívetna þannig að upplifun barnanna sé jákvæð í alla staði.

Börnin munu kynnast nýjum vinum, taka þátt í spennandi þrautum, leikjum og jafnvel uppgötva nýja leyndardóma.

Vinabúðir hefjast sunnudaginn 9. júní. Mæting er frá 14:00 til 16:00.

Foreldrum/forráðamönnum er boðið að þiggja kaffi á staðnum og hjálpa um leið sínu barni að koma sér fyrir.

Gera má ráð fyrir að bílferð í Kirkjulækjarkot taki u.þ.b. 1 klst. og 40 mínútur frá Reykjavík. 

 

Þau börn sem skráð eru í rútu á Vinabúðir skulu vera mætt á bílastæðið við húsnæði Fíladelfíu, Hátúni 2 eigi síðar en klukkan 12:30. 

Dagskrá Vinabúða lýkur um klukkan 16:00 fimmtudaginn 13. júní. Óskað er eftir því að foreldrar/forráðamenn mæti rétt fyrir þann tíma. 

LEIKIR OG ÞRAUTIR

Skemmtun og heilaleikfimi

Eins og annað sem boðið er upp á í Vinabúðum eru leikir og þrautir settar upp til að vekja gleði en einnig til að hvetja börnin til að stíga út úr þægindarammanum, spreyta sig á nýjum verkefnum og taka smá áhættu.

ÚTIVIST OG ÍÞRÓTTIR

Upplifun og ævintýri

Umhverfi Vinabúða er afskaplega fallegt og býður upp á endalaus ævintýri. Við erum mikið úti að leika okkur og njóta náttúrunnar. Það ætti að vera eitthvað við allra hæfi í dagskrá Vinabúða.

Fræðsla

Að vita meira og meira

Hluti af starfi Vinabúða er gagnleg fræðsla sem tengist kristinni trú og lífsleikni.

Dagskrá: Program
kartafla.jpg
20190611_220935.jpg
Screenshot%202021-01-14%20at%2017.00_edi
bottom of page