STARFSFÓLKIÐ OKKAR
Guðríður Svava Óskarsdóttir
Guðríður Svava eða Gugga eins og hún er alltaf kölluð er grunnskólakennari og hef starfað við það seinustu 7 ár. Fyrir þann tíma starfaði hún í frístund og leikskólum og fleiri vinnustöðum og sinnti þar umönnun og þjónustu. Gugga elskar listir og sköpun og fjörið er aldrei langt frá henni.
Signý Guðbjartsdóttir
Forstöðukona Vinabúða
Hefur mikla reynslu í barna og æskulýðstarfi og sótti sér fræðslu hér og erlendis til að efla börn í fræðslu og leik.
Skemmtilegast í dag er að leika með barnabörnunum og flytja þeim sögur og brúðuleikhús sem eru oftast er samið á staðnum og í hita leiksins.
Aron Hinriksson og Gunna Stella
Aðstoðarfólk
Hjónin Aron og Gunna Stella er bæði menntaðir grunnskólakennarar og hafa bæði starfað við kennslu í rúman áratug. Í dag starfar Gunna Stella sem fjölskyldufræðingur á Heilbrigðisstofnun suðurlands. Þau eiga 4 börn, einn hund og einn kött. Þau elska að ferðast og hafa farið víða ásamt börnunum sínum.
Lýdía Líf Aronasdóttir
Tónlistarstjóri Vinabúða
Lýdía er hjúkrunarfræðinemi sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Lýdía elskar tónlist, - spilar á píanó, gítar og syngur. Hún vinnur á barnaspítalanum og elskar börn. Hún vinnur einnig mikið með unglingum.
Snædís Bergmann - Smiðjan
Er kennari og vinnur með yngstu stigum barna í grunnskóla
hún á 3 börn og hún elskar að föndra og finna uppá á allskonar skemmtilegu.
Hún er líka snilldarbakari svo hver veit nema hún kenni okkur einhver trix.
Haraldur Pálsson og Jóhanna Norðfjörð
Eldhússtarfsmenn og aðstoð
Hjónin Haraldur og Jóhanna Sólrún eru forstöðuhjón Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri ásamt því að reka saman pípulagnafyrirtæki og hafa verið saman í því sl. 23 ár.
Þau hafa mikinn áhuga á öllu starfi tengdu börnum og hafa m.a. verið fóstur- og stuðningsforeldrar í mörg ár auk þess sem þau eiga sex börn og níu barnabörn sem eru þeirra líf og yndi. Jóhanna hefur tekið þátt og starfað í sumarbúðum í Vindárshlíð, Gospelbúðum á Reykjum auk þess að sjá um sunnudagaskóla og barnastarf níu til tólf ára í 10 ár. Þau hjónin hafa margskonar áhugamál, svo sem að ferðast, sigla, hjóla og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Matargerð og matarboð eru eitt af því sem þau hjónin elska og hafa boðið fram þjónustu sína í eldhúsi Vinabúða ásamt aðstoð við það sem til fellur.
Kimberly - Leikjastjóri
Kemur alla leið frá Texas til að vera með okkur og hún semur fræðsluefni Vinabúða.
Hún er hin mesti fjörkálfur og kemur með skemmtilega leiki og þrautir fyrir okkur að takast á við.