STARFSFÓLKIÐ OKKAR

Ingimundur Norðfjörð
Ingi eins og hann er oftast kallaður er að norðan, hress og síkátur. Hann starfar sem öryggis- og gæðastjóri og meðfram vinnu þjálfar fótbolta í yngriflokkum. Frá unga aldri hefur hann tekið þátt í ungliðastarfi og í dag starfar hann í æskulýðsstarfi hjá Hvítasunnukirkjunni. Ingi er mikill fjölskyldumaður, giftur og á einn 10 ára dreng.

Signý Guðbjartsdóttir
Signý hefur mikla reynslu í barna
og æskulýðstarfi og sótti sér
fræðslu hér og erlendis til að efla
börn í fræðslu og leik.
Skemmtilegast í dag er að leika með barnabörnunum og flytja þeim sögur og brúðuleikhús sem eru oftast er samið á staðnum og í hita leiksins.

Aron Hinriksson og Gunna Stella
Aðstoðarfólk
Hjónin Aron og Gunna Stella er bæði menntaðir grunnskólakennarar og hafa bæði starfað við kennslu í rúman áratug. Í dag starfar Gunna Stella sem fjölskyldufræðingur á Heilbrigðisstofnun suðurlands. Þau eiga 4 börn, einn hund og einn kött. Þau elska að ferðast og hafa farið víða ásamt börnunum sínum.

Lýdía Líf Aronasdóttir
Tónlistarstjóri Vinabúða
Lýdía er hjúkrunarfræðinemi sem hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Lýdía elskar tónlist, - spilar á píanó, gítar og syngur. Hún vinnur á barnaspítalanum og elskar börn. Hún vinnur einnig mikið með unglingum.

Jón Sverrir Friðriksson
Jón Sverrir er slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður frá Akureyri. Hann elskar heilsurækt og hefur tekið þátt í nokkrum járnköllum. Jón Sverrir er faðir þriggja stúlkna.

Haraldur Pálsson og Jóhanna Norðfjörð
Eldhússtarfsmenn og aðstoð
Hjónin Haraldur og Jóhanna Sólrún eru forstöðuhjón Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri ásamt því að reka saman pípulagnafyrirtæki og hafa verið saman í því sl. 23 ár.
Þau hafa mikinn áhuga á öllu starfi tengdu börnum og hafa m.a. verið fóstur- og stuðningsforeldrar í mörg ár auk þess sem þau eiga sex börn og níu barnabörn sem eru þeirra líf og yndi. Jóhanna hefur tekið þátt og starfað í sumarbúðum í Vindárshlíð, Gospelbúðum á Reykjum auk þess að sjá um sunnudagaskóla og barnastarf níu til tólf ára í 10 ár. Þau hjónin hafa margskonar áhugamál, svo sem að ferðast, sigla, hjóla og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Matargerð og matarboð eru eitt af því sem þau hjónin elska og hafa boðið fram þjónustu sína í eldhúsi Vinabúða ásamt aðstoð við það sem til fellur.

Kimberly - Leikjastjóri
Kemur alla leið frá Texas til að vera með okkur og hún semur fræðsluefni Vinabúða.
Hún er hin mesti fjörkálfur og kemur með skemmtilega leiki og þrautir fyrir okkur að takast á við.

Anna Stefanía - Kennslustjóri
Anna Stefanía er menntaður kennari og guðfræðingur sem býr á Selfossi og starfar sem kennari við grunnskólan á Stokkseyri. Hún hefur mikla reynslu af barnastarfi bæði á Íslandi og erlendis. Anna Stefanía elskar Útiveru, biblíuna og gott samfélag.

Guðni og Guðbjörg
Guðni er húsasmiður og forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum, Guðbjörg vinnur á skrifstofu sérhæfð í útflutnings pappírum og er virk í kirkjunni í Eyjum bæði í barna- og tónlistarstarfi, Guðni og Guðbjörg hafa starfað í barna og unglingastarfi í áratugi. Eiga þrjú börn og einn ömmu og afa kút.
