top of page
Starfsfólk: Text

STARFSFÓLKIÐ OKKAR

Starfsfólk: Staff
Screenshot 2021-01-13 at 21.58.29.png

FANNY KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR

Skipuleggjandi

Fanny Kristín er menntaður kennari. Hún starfar í dag sem skrifstofustjóri og tónlistarkona. Fanny og Jói, maðurinn hennar, eiga samtals 7 börn og búa í Reykjavík. Fanny stundar þessi misserin nám í fjölskyldufræðum við Endurmenntun Háskóla Íslands. Fanny hefur áhuga á blómarækt og þegar hún var 12 ára var hún með 100 plöntur í herberginu sínu.

Screenshot 2021-01-13 at 21.58.00.png

BJARNI ÞÓR ERLINGSSON OG JENNY ENYINDA ERLINGSSON

Forstöðuhjón Vinabúða

Bjarni starfaði í tólf ár sem leiðtogi í kristilegu barna- og unglingastarfi í fátækrahverfum í Alabama, þar var rekinn einkaskóli fyrir fátæk börn og enn fremur sumarbúðir. Þau hjónin voru einnig með fósturbörn á heimili sínu á vegum þessa starfs. Bjarni elskar að spila körfubolta og draumastarfið hans væri að spila amerískan fótbolta í NFL í Bandaríkjunum.

Árin 2005 til 2018 starfaði Jenny með börnum og unglingum í kristilegu starfi í Alabama. Hún er með BA gráðu og mastersgráðu í félagsráðgjöf frá háskólum í Bandaríkjunum. Hún elskar að lesa og skrifa bækur (og borða nammi og horfa á ofurhetjumyndir). Bjarni og Jenny eiga fjögur börn og vita fátt betra en að segja fólki frá Jesú og kærleika hans.

89104355_519614668694934_2559340354209841152_n_edited_edited.jpg

BJARNI TRYGGVASON

Leikjameistari

Bjarni hefur verið leiðbeinandi í barna- og unglingastarfi í 9 ár, er með mikla reynslu af kristilegu skátastarfi og kann fullt af alls konar leikjum. Hann hefur gaman af að föndra og fikta í ýmiskonar dóti, gera við og prófa nýja hluti. Þótt hann sé hæglátur er hann hláturmildur og heilmikill grallari. Hann er menntaður rafvirki og starfar við það í dag.

160289092_3538984842993466_1018162368293

Berglind Magnúsdóttir

Tónlist og aðstoð

Berglind er háskólanemi í ensku og þýðingarfræði og vinnur samhliða því með fólki með fötlun. Berglind hefur unnið í barna og unglingastarfi í um 10 ár og þar af unglingaleiðtogi í Fíladelfíu í 2 ár. Berglind hefur mikinn áhuga á söng og tónlist og er hún þekkt fyrir að söngla við alla iðju og sérstaklega í vinnunni þar sem allir eru hættir að kippa sér upp við gaulið :)

162736714_494785608206938_18508762365480

Davíð Leví Magnússon

Tónlist og aðstoð

Davíð er fjölhæfur ungur maður með áhuga á ýmsu á milli himins og jarðar og ýmsu öðru sem finna má ofar himni og undir jörðu. Frá og með 12 ára aldri hefur Davíð starfað sem sjálfboðaliði í barnastarfi og síðar unglingastarfi Fíladelfíu í Reykjavík en einnig hefur hann unnið sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla og ljáð hendur, fætur og huga við úrræði fyrir heimilslausar fjölskyldur í Los Angeles. Davíð hefur yndi af hreyfingu, íþróttum, tónlist, góðum félagsskap og að rannsaka það sem vekur hjá honum forvitni (sérstaklega takka á tækjum eða pöddur). Þessa stundina stundar Davíð nám við Tækniskólann í grunnnámi rafiðna og þjónar með fram því í Fíló+ (starfi ungfullorðinna) og öðrum skapandi störfum innan kirkjunnar sinnar.

Haddi%2520og%2520J%25C3%25B3hanna_edited

​Haraldur Pálsson og Jóhanna Norðfjörð

Eldhússtarfsmenn og aðstoð

Ýmsir fleiri munu bætast við í hópinn þegar nær líður sumri og verða þeir kynntir hér á síðunni jafn óðum.

Hjónin Haraldur og Jóhanna Sólrún eru forstöðuhjón Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri ásamt því að reka saman pípulagnafyrirtæki og hafa verið saman í því sl. 23 ár.
Þau hafa mikinn áhuga á öllu starfi tengdu börnum og hafa m.a. verið fóstur- og stuðningsforeldrar í mörg ár auk þess sem þau eiga sex börn og níu barnabörn sem eru þeirra líf og yndi. Jóhanna hefur tekið þátt og starfað í sumarbúðum í Vindárshlíð, Gospelbúðum á Reykjum auk þess að sjá um sunnudagaskóla og barnastarf níu til tólf ára í 10 ár. Þau hjónin hafa margskonar áhugamál, svo sem að ferðast, sigla, hjóla og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Matargerð og matarboð eru eitt af því sem þau hjónin elska og hafa boðið fram þjónustu sína í eldhúsi Vinabúða ásamt aðstoð við það sem til fellur.

bottom of page