top of page

UM VINABÚÐIR

Það er eitthvað einstakt við sumarbúðir!

Vinabúðir eru kristilegar sumarbúðir sem eru haldnar í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð,

í eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.

 Vinabúðir 2024 eru fyrir börn fædd á árunum 2012-2015 (9-12 ára).

Í boði er fjölbreytt dagskrá með þrautum, leikjum, kennslu, útivist og ótal mörgu öðru skemmtilegu. Vinabúðir eru frábært tækifæri til að eignast nýja vini og upplifa spennandi ævintýri.

Aðstaða er góð bæði innandyra og utan. Börnin gista í Skálanum sem tekur um 120 manns í gistingu í kojum. Í Skálanum er einnig stór matsalur og rúmgóð setustofa. Í Örkinni (gamla tívolíið í Hveragerði) er góð aðstaða fyrir kennslu, samverustundir og leiki.

Svæðið umhverfis Örkina og Skálann býður upp á ótæmandi möguleika fyrir útiveru og leiki.

vinabudir.jpg
Um Vinabúðir: About
bottom of page